Laugardaginn 11. nóvember verður viðburður á Glerártorgi þar sem starfsemi Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis verður kynnt og sala á fallegu velferðarstjörnunni hefst til styrktar efnaminni einstaklinga og fjölskyldna.
Velferð er verkefni okkar allra á Glerártorgi þann 11. nóvember. Fallegir og ljúfir tónar óma um húsið og frítt candyfloss fyrir börnin.
Í gegnum tíðina hefur farsælt samstarf verið í aðdraganda jóla milli Glerártorgs og Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis. Þar sem eftirspurnin er mikil er ljóst að leita þurfti nýrra leiða til að efla fjáröflunina. Verkefnastjórar markaðsmála á Glerártorgi, þær Elva Ýr Kristjánsdóttir og Kristín Anna Kristjánsdóttir hafa hannað Velferðarstjörnuna fyrir sjóðinn, sem verður til sölu á viðburðinum og Lindex, Glerártorgi á meðan byrgðir endast.
Velferðarstjarnan er unnin í samstarfi við Slippinn á Akureyri og er hún úr stáli, afskurði sem annars færi í endurvinnslu til að lágmarka umhverfisáhrif verkefnisins. Skrautið samanstefndur af hjartalaga formum, sem táknar umhyggju, náungakærleika og samsfélagsvitund.
Við hjá Glerártorgi hvetjum alla til að leggja þessu mikilvæga og þarfa málefni lið. Fjárhagslegir erfiðleikar geta gert fólki erfitt að halda gleðileg jól og þess vegna er mikilvægt að fólk í slíkri stöðu geti nálgast aðstoð.
Þeir sem vilja styrkja jólaaðstoð Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis er bent á eftirfarandi söfnunarreikning:
Kt. 651121-0780
Rn. 0302-26-003533