Þjónusta

ÞJÓNUSTA Á GLERÁRTORGI

hjólast

Hjólastólar fyrir viðskiptavini
Hægt er að fá hjólastóla að láni endurgjaldslaust á meðan verslað er á Glerártorgi,

Hjólastólarnir eru staðsettar á húsvarðargangi, á milli Imperial og Rexin til móts við salerni. Kvitta þarf fyrir láninu og skila svo stólnum þangað aftur eftir notkun.

 stroller

Barnakerrur fyrir viðskiptavini

Hægt er að fá barnakerrur að láni endurgjaldslaust á meðan verslað er á Glerártorgi, bæði einfaldar kerrur og systkinakerru.

Kerrurnar eru léttar og liprar og henta börnum frá 5-6 mánaða aldri upp í allt að 20 kg. Hámarksþyngd fyrir systkinakerru er 35 kg.

Kerrurnar eru staðsettar á húsvarðargangi, á milli Imperial og Rexin til móts við salerni. Kvitta þarf fyrir láninu og skila svo kerrunni þangað aftur eftir notkun.

 skipti

Skiptiherbergi

Á salernum Glerártorgs eru skiptiborðsaðstaða fyrir foreldra til að skipta á börnum.

pökkunarborð

Innpökkunarborð

Á Glerártorgi er innpökkunaraðstaða þar sem þú getur pakkað inn þínum gjöfum. Margar gerðir af umbúðapappír eru í boði og fallegir borðar til að skreyta. 

Innpökkunarborðið er staðsett við Norðurinngang á móti Sportver.

leika

Leiksvæði á göngugötunni

Á Glerártorgi geta foreldrar stoppað og hvílt sig á meðan börnin fá smá útrás á sérhönnuðum leiksvæðum sem henta börnum á öllum aldri. Leiksvæðin eru tvö og eru staðsett við Norðurinngang og við Kaffihús Skyr 600. Að auki eru leiktæki sem hægt er að borga í með farsíma og 100kr peningum. 

tapað

Tapað og fundið
Húsverðir halda utan um muni sem finnast á Glerártorgi. Óskilamunir eru geymdir í fjórar vikur og eftir það farga húsverðirnir þeim eða koma í endurvinnslu.

straeto

Strætóleiðir að Glerártorgi.
Auðvelt er að ferðast með strætó til og frá Glerártorgi með strætisvagnaleiðum.

Flestar leiðir hjá Strætisvögnum Akureyrar stoppa við Glerártorg. Ókeypis er fyrir farþega að ferðast með strætisvögnum Akureyrar.

rafbílar

Hleðslustöðvar fyrir rafbíla

 Við Glerártorg eru 4. 22 kW hleðslustöðvar frá Ísorku.

Verð: 26 kr./kw. Eftir 3 klst. bætast svo við 3 kr./mín. gjald. 

ON hraðhleðslustöð er á plani Glerártorgs með tengjum fyrir bíla með eftirfarandi tengimöguleikum.

CHAdeMO Tengi 63 KW Verð: 65 kr./kw.

CCS Tengi 50 KW Verð: 50 kr./kw.

hopp

Hopp Leiga

Rafmagnshlaupahjól frá Hopp eru staðsett við suðurinngang og hvetjum við viðskiptavini til þessa að leggja rafhlaupahjólum sínum þar.

 hhjólastandur

Reiðhjólastandar

Standar til að læsa reiðhjólum eru til staðar við alla innganga á Glerártorgi.

 park

Bílastæði

Á Glerártorgi eru öll bílastæði gestum okkar að kostnaðarlausu. Nóg pláss er fyrir ferðavagninn auk þess sem hægt er að kaupa eldsneyti eða hlaða bílinn á planinu hjá okkur.

 

Þú getur haft samband við Glerártorg í síma 4615770 eða með því að senda tölvupóst á glerartorg@glerartorg.is