Til hamingju með glæsilega verslun Útisport!
Í febrúar 2020 opnaði reiðhjólaverslunin Útisport reiðhjóla og rafhjólaverslun og verkstæði við Dalsbraut. Voru þetta stór tímamót því fram að því hafði sala og viðgerðir á reiðhjólum farið fram í Sportver sem þá var staðsett við norðurinngang Glerártorgs.
Nú rúmum fjórum árum síðar hefur Útisport fest sig í sessi sem einn af stærstu innflytjendum rafhjóla á landinu og er umboðsaðili á Íslandi fyrir stærsta reiðhjólaframleiðanda í heimi GIANT BICYCLES.
Segja má að móttökurnar sem Útisport fékk hafi strax farið langt fram úr björtustu vonum og fer viðskiptamannahópurinn og markaðssvæðið stækkandi með hverju árinu.
Meirihluti landsbyggðarinnar velur fulldempað
Undanfarin ár hefur rafhjólasala verið góð en áhugavert hefur okkur þótt að á Akureyri og víðar á landsbyggðinni er mikill meirihluti rafhjóla sem selst fulldempuð eða með fjöðrun bæði að framan og aftan segir Egill Einarsson í Útisport. Margir kaupa sér svoleiðis til að leika sér í brautum og torfærast aðeins, aðrir til að auka þægindi enda ekki ósvipað að fá sér fulldempað hjól eins og að fá sér mjúkan jeppa og svo vilja aðrir eiga möguleikann á að fara utanvegar þó malbikið sé fyrsti kostur.
Algengasti aldurshópurinn til að kaupa sér rafhjól er milli 40 og 70 ára þó mikil sala sé einnig til bæði yngri og eldri hjólara og er elsti rafhjólakaupandinn í Útisport 92 ára og hjólar hann ennþá tveimur árum síðar.
Þessi breiði hópur hjólara hefur verið að kalla eftir auknu vöruúrvali í fatnaði, brynjum, dekkjategundum og aukabúnaði eins og símafestingum og fleiru svo má segja að gamla húsnæði Útisport hafi verið sprungið.
Til að bregðast við var búið að vera að skoða með að stækka húsnæðið við Dalsbraut en þegar Sportver flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði í september síðastliðin var eftir samliggjandi svæði ónýtt á Glerártorgi þar sem hægt er að opna út til norðurs og vesturs en hafa samt innangengt milli verslananna og var ákveðið að hefja undirbúning á því strax og Sportver opnaði.
Púkinn var á sama tíma í vandræðum með að manna búðina hjá sér svo það var borðleggjandi fyrir báða aðila að þeir kæmu með öll sín reiðhjólamerki inn í búðina til okkar og er stórt svæði innan verslunarinnar einungis með vörum úr Púkanum. Merki eins og Fox, Lyatt og fleiri sem allir þekkja.
Opnunarhátíð fimmtudag milli 17 og 19
Nú níu mánuðum síðar er allt tilbúið og opnar ný og glæsileg reið og rafhjólaverslun á Glerártorgi fimmtudaginn 20. Júní klukkan 17:00 og verður opnunarhátíð sama dag til 19:00 þar sem allir eru boðnir velkomnirtil að samgleðjast með okkur og sjá nýju verslunina ásamt því að þiggja léttar veitingar.
Verið velkomin á opnunarhátíðina