Eins og komið hefur fram hafa almannavarnir sett samgöngubann á sem stendur í 4 vikur frá 15. mars n.k..
Fyrir gesti Glerártorgs þýðir það að aldrei geta orðið fleiri en 100 aðilar í hverri verslun hverju sinni eða sá fjöldi sem stærð verslunar rýmir miðað við tveggja metra fjarlægðarreglu.
Fjöldatakmarkanir á Glerártorgi sjálfu eru ekki í gangi þar sem Glerártorg er skilgreint á sama hátt og göngugatan á Akureyri.
Ekki munu neinir viðburðir verða í húsinu á meðan á banninu stendur.
Á Glerártorgi hefur verið komið upp sprittbrúsum við alla innganga, víða á göngum og í verslunum. Ætti því slíkur búnaður aldrei að vera langt undan. Að sama skapi höfum við aukið þrif og erum sífellt að leita leiða til að tryggja öryggi og þægindi gesta okkar.
Staðan verður svo endurmetin útfrá þeim fyrirmælum sem okkur kunna að berast frá Almannavörum.