Tesla verður með popup á Glerártorgi 6. og 7. Desember. Þar sem nýji 7 sæta Model Y verður til sýnis, en einnig verður boðið upp á reynsluakstur á Model Y og Model 3 Performance, og fjarþjónustu (e. mobile service) fyrir Tesla eigendur.
Reynsluakstur í sjálfsafgreiðslu
Hægt verður að reynsluaka Tesla bílum með því að skanna kóða eða heimsækja heimasíðu Tesla og bóka reynsluakstur. Staðfesting fer fram í gegnum Tesla appið og gefur það fullan aðgang að bílnum.
Hægt er að bóka reynsluakstur á tesla.com/is_is/drive
7 sæta Model Y
Frá upphafi hefur Model Y verið hugsaður sem hinn fullkomni SUV fjölskyldubíll sem býður upp á mikinn sveigjanleika. Hundruð þúsunda heimila um heim allan hafa valið Model Y sem aðalfarartæki sitt, bæði fyrir hversdagsaksturinn og langferðirnar. Model Y hentar hvers kyns lífsstíl, með veglegu farangursrými og allt að 1600 kg dráttargetu.
Þessi nýja farþegarýmisútfærsla er með einni sætaröð meira en fimm sæta Model Y, með tveimur framvísandi sætum sem hægt er að leggja niður til að hámarka geymslurými. Aðgangur að þriðju sætaröð er auðveldaður með inngangshnöppum sem má finna aftan á annari sætaröð. Þegar ýtt er á þá rennur önnur sætaröðin fram og fellur niður til að auðvelda inngöngu og útgöngu. Farþegar í þriðju sætaröð eru með gott höfuðrými undir afturglerinu og geta hlaðið snjalltækin sín með tveimur USB-C innstungum.
Fjarþjónusta
Tesla býður Tesla eigendum upp á þjónustu frá mobile service tæknimanni sem getur sinnt minni háttar viðhaldi og viðgerðum á staðnum. Bókanir fara fram í gegnum Tesla appið.