Sportver opnar nýja og stórglæsilega verslun

Berglind Tulinius og Egill Einarsson, eigendur Sportvers
Berglind Tulinius og Egill Einarsson, eigendur Sportvers

Sportver opnar nýja og stórglæsilega verslun laugardaginn 30. september kl. 12:00  á Glerártorgi.

Það verður nóg um að vera á opnunarhátíðinni, frábær tilboð, lukkuhjól fyrir alla þá sem vilja spreyta sig og eiga möguleika á glæsilegum vinningum, sem eru hátt í 200 talsins

Fyrstu 10 keyptu Cintamani úlpurnar verða á 50% afslætti og allir þeir sem versla fara í pott og eiga möguleikan á því að vera dregnir út í veglegu happdrætti.

Söluaðilar frá Cintamani, Nike, Speedo og Helly Hansen verða í versluninni, ásamt hinum stórskemmtilega blaðrara sem býr til allskonar fígúrúr fyrir börnin milli kl. 13:00-15:00. DJ Darri heldur stuðinu gangandi og verður einnig Candyfloss í boði fyrir börnin fyrir framan verslunina frá 15:00-17:00.

Sportver er með 28 ára sögu í að þjónusta sína viðskiptavini og ávallt lagt ríka áherslu á bestu mögulegu þjónustu og úrval.

Sjón er sögu ríkari

Hjartanlega til hamingju með verslunina Egill og Linda