Mathöll mun opna á Glerártorgi seinni hluta ársins. Búið er að ganga frá samningum við sjö veitingaaðila og er enginn þeirra nú þegar með starfsemi á Akureyri.
Fjallað er nánar um mathöllina og aðrar breytingar sem standa nú yfir á Glerártorgi í fréttamiðlinum Akureyri.net en þar fer Sturla Gunnar Eðvarðssonar, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá fasteignafélaginu Eik yfir málin. Lesa má greinina í heild sinni HÉR.
Það er HAF STUDIO sem sér um hönnunina á mathöllinni, sem verður öll hin vandaðasta, en HAF STUDIO hefur hannað mörg glæsileg veitingarými m.a. veitingastaðina á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt nýjustu áætlunum er gert ráð fyrir því að mathöllin opni í nóvember en opninni hefur seinkað vegna tilfærslna verslana innanhúss.
Hvað á mathöllin að heita?
Þá er nýfarin í loftið nafnasamkeppni þar sem leitað er að nafni á mathöllina. Áhugasamir eru hvattir til að taka þátt og leggja nafn í púkkið í gegnum Facebooksíðu Glerártorgs. Fimmtíu þúsund króna gjafabréf sem hægt er að nýta á Glerártorgi er í boði fyrir besta nafnið. Sjá nánar HÉR