Pop up kaffihús opnar á Glerártorgi

Nú geta kaffiþyrstir gestir Glerártorgs glaðst þar sem PopUp kaffihús hefur opnað þar sem Kaffi Torg var áður til húsa. Fjöldi ljúffengra kaffidrykkja úr hágæðakaffi frá Te & Kaffi verða á boðstólnum auk fjölda brauðrétta og bakkelsis.
Eigendur kaffihússins bjóða uppá ýmsar tækninýjungar þar sem viðskiptavinum stendur til dæmis til boða snertilausar lausnir við pöntun en á öllum borðum er stafrænn matseðill og hægt er að borga með snjalltæki.
Við bjóðum PopUp kaffiðhúsið velkomið á Glerártorg.
 
Opnunartímar kaffihússins verða sem hér segir:
 
Virka daga 10:00-19:00
Laugardaga 10:00-17:00
Sunnudaga 13:00-17:00