Páskafjörið á Glerártorgi hefst n.k laugardag kl. 13:00
Skemmtileg dagskrá og því tilvalið fyrir fjölskyldur að gera sér glaðan dag á Glerártorgi.
Dagskráin hefst kl. 13:00
Páskaratleikur verður á göngum Glerártorgs og er upphafsreitur með QR kóða til að komast inn í leikinn, svo nauðsynlegt er að taka með sér snjallsíma. Upphafsreiturinn er við hliðina á Rexín. Allir þeir sem taka þátt og klára ratleikinn fara í pott og eiga möguleika á að vinna stórt páskaegg. Dregið verður úr ratleiknum mánudaginn 25. mars og verður haft samband við vinningshafana. Hægt er að taka þátt í leiknum frá kl. 13:00 - 17:00 á laugardaginn.
Páskalistasmiðja verður í rýminu við hliðina á Rexín, þar sem Hobby & Sport var áður, sem listakonurnar Jonna og Brynhildur sjá um milli kl. 13:00 og 16:00
Frítt Candy floss hjá Kids Coolshop frá kl. 13:00-16:00
Andlitsmálun fyrir yngstu kynslóðina verður beint á móti Casa frá kl. 13:00-15:00
Steps Dancecenter mætir kl. 14:30 þar sem nemendur úr skólanum sýna glæsilegt dansatriði. Staðsetning er hjá Heimilistækjum og Imperial.
Flying Tiger stendur fyrir söfnun til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna þessa helgi, föstudag og laugardag. Partur af þessum viðburði er "crafting table" fyrir utan verslunina þar sem krakkar og fullorðnir geta kíkt við og "húðflúrað" sig með slíkum vörum.
Sunnudagurinn 25. mars
Páskaeggjaleit verður í Kids Coolshop á sunnudaginn þar sem súkkulaði páskaegg verða falin út um alla verslun. Hægt verður að leita af páskaeggjum kl. 13:00 og svo aftur kl. 15:00. Fyrstur kemur fyrstur fær! Eggjaleitin hefst um leið og dyrnar í Kids Coolshop opnast!
Góða skemmtun um helgina - Sjáumst á Glerártorgi.