Laugardaginn 1. apríl verður líf og fjör á Glerártorgi! Frábær dagskrá fyrir börnin milli kl. 13:00 - 16.00. Einnig verða skemmtileg tilboð í gangi í verslunum, nýjar vörur ásamt öllu því sem þú þarft í matinn og skreytingar fyrir páskana.
Við hvetjum alla til að mæta með börnin sín, barnabörnin, frændur eða frænkur og taka þátt í skemmtilegri páskadagskrá á Glerártorgi.
Dagskráin er sem hér segir:
Grímugleði, 13:00-15:00: Listakonurnar Jonna og Brynhildur bjóða börn velkomin í grímugerð. Listasmiðja þar sem gerðar eru þrívíddar grímur úr pappír og þær skreyttar. Páskafugl, kanína eða furðudýr?
Húlludúllan, 14:30-16:00: Hin vinsæla Húlludúllan heimsækir Glerártorg í páskaskapi. Hún skemmtir þar gestum og gangandi með frábærri húllusýningu og býður ykkur að prófa að leika með skemmtileg sirkus leikföng.
Brjótum eggið! 15:30: Við bjóðum alla velkomna, stóra sem smáa, að gera tilraun til að brjóta eggið sem er stúfullt af góðgæti frá Nóa Siríus. Hver verður páskakóngur/drottning þessa páskana?
Andlitsmálning, 13:00-16:00: Iðkenndur frá Steps Dancecenter verða á svæðinu og töfra fram skemmtilega andlitsmálningu fyrir börnin.
Komdu í París: Á Glerártorgi eru mörg skemmtileg leiktæki fyrir börnin. Í vikunni var settur upp París á gólfið þar sem börn jafnt og fullorðnir geta tekið hoppið.
Hlökkum til að sjá sem flesta á Glerártorgi!