Gleðin verður allsráðandi á öskudaginn á Glerártorgi líkt og undanfarin ár. Við bjóðum öllum krökkum að koma og syngja í verslunum hússins og taka þátt í fjörinu.
Söngvakeppnin verður á sínum stað klukkan 10-12. Kynnar keppninnar í ár eru engir aðrir en Lilli klifurmús og Marteinn skógarmús. Þeir munu gefa öllum nammi sem spreyta sig í keppninni. Lilli og Marteinn standa í ströngu þessa dagana við æfingar á sýningu leikfélags VMA, Dýrin í Hálsaskógi sem fer á fjalirnar í byrjun mars. Þeir verða ekki einir á ferð því hin ýmsu dýr úr skóginum verða á vappi um svæðið og heilsa upp á krakkana. Að söngvakeppninni lokinni verður kötturinn sleginn úr tunnunni og svo stíga dýrin á stokk og flytja atriði úr sýningunni. Einnig verða ýmis verðlaun veitt í tilefni dagsins svo sem fyrir frumlegasta búninginn, söngatriði og þeim sem tekst að slá köttinn úr tunnunni. Dagskráin fer fram við verslanirnar Imperial og Heimilistæki. Húsið opnar klukkan 10.
Verið hjartanlega velkominn í öskudagsgleðina á Glerártorgi