Við bjóðum öllum krökkum að koma og syngja í verslunum og hjá þjónustuaðilum í húsinu og taka þátt í fjörinu þar sem gleðin verður allsráðandi á Öskudaginn á Glerártorgi.
Húsið opnar klukkan 10:00 á Öskudaginn og munu verslanir og þjónustuaðilar taka vel á móti börnunum. Einnig verða skemmtilegar persónur úr leikritinu Galdrakarlinn í OZ að hlusta á börnin og gefa þeim nammi þar sem MaiKai var. Myndakassi frá Partýlandi verður einnig á svæðinu. Klukkan 12:30 mun Leikfélag Menntaskólans á Akureyri stíga á svið og taka nokkur lög og dans. Að því loknu muna þau bjóða börnum að stilla sér upp í röð og slá köttinn úr tunnunni (staðsetning milli Kids Coolshop og Heimilistæki). Þeim sem tekst að slá köttinn úr tunnunni fær gjafakort frá Glerártorgi í verðlaun.
Verið hjartanlega velkominn í öskudagsgleðina á Glerártorgi