Öskudagurinn verður haldinn hátíðlegur á Glerártorgi í ár.
Við hvetjum alla krakka til að koma og syngja í verslunum hússins, slá köttinn út tunninni og svo verður skemmtileg söngvakeppni fyrir þá sem vilja. Allskonar verðlaun og skemmtilegheit verða í tilefni dagsins og Freyvangsleikhúsið ætlar að sýna brot úr Kardimommubænum klukkan 11:45.
Ekki missa af Öskudeginum á Glerártorgi. Húsið opnar klukkan 9:00