Eins og áður hefur komið fram mun ekki verða nein skipulögð dagskrá á Glerártorgi á Öskudeginum í ár. Það þýðir að ekki verður nein söngvakeppni, engin búningakeppni, ekki verður sleginn kötturinn úr tunnunni og að ekki verður í boði að syngja í verslunum.
Okkur þykir þetta virkilega leiðinlegt enda einn af okkar uppáhalds dögum á Glerártorgi
Nú þegar við erum vonandi á lokametrunum í baráttunni við Covid 19 teljum við það mikilvægt að halda þetta út og sýna samfélagslega ábyrgð með því að sporna við hópsöfnun og viðhalda að sama skapi því trausti sem fólk hefur borið til okkar í gegnum undanfarið ár þegar kemur að sóttvörnum.
Í tilkynningu frá almannavörnum, Embætti landlæknis og Heimili og skóla segir:
”Gerum okkur dagamun í nærumhverfinu
Höldum upp á daginn á heimavelli, í skólanum, frístundarheimilinu eða félagsmiðstöðinni”
Glerártorg mun að sjálfsögðu styðja tilmæli almannavarna og því verður ekki boðið upp á skipulagða skemmtidagskrá né nammi í verslunum.