Settu í Körfuna með Nettó
Leikmenn úr karla og kvennaliði Þórs verða við Nettó laugardaginn 7. október milli 13 og 15.
Unglingaráð verður á staðnum með æfingatöflu og býður börnum og unglingum að mæta á næstu æfingu, viðskiptavinum Glerártorgs er boðið að taka vítaskot og þeir sem hitta fá frítt á næsta heimaleik Þórs kvenna eða karlaliði. Kvennaliðið mætir Snæfell sunnudagskvöldið 8. október kl. 18:45 og karlaliðið mætir KR fimmtudagskvöldið 12. október kl. 19.15
Þeir sem versla í Nettó á laugardeginum og skilja eftir kassakvittun með nafni og símanúmeri geta unnið árskort á leiki Þórs í körfubolta. Dregið á sunnudeginum og verður hringt í viðkomandi