Konudagurinn er á næsta leyti, sunnudaginn 25. febrúar og er því tímabært að byrja að velta fyrir sér hvernig þú vilt gleðja konurnar sem standa þér næst þetta árið.
Hvort sem það er kærasta, eiginkona, mamma, systir, vinkona, dóttir eða einhver önnur sem er mikilvæg stoð í þínu lífi þá er konudagurinn tilvalið tækifæri til að sýna þakklæti og kærleik í verki. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir um hvernig er hægt gleðja sínar nánustu.
Snyrtivörur
Ilmvatn, krem, förðunarvörur og slíkt eru alltaf góðar gjafir. Gott er að athuga hvort einhver af hennar mest notuðu vörum eru að verða búin, grípa tækifærið og gefa vöruna í konudagsgjöf. Svo er einnig skynsamlegt að fá faglegt álit frá starfsfólki verslananna um hvað myndi slá í gegn.
Vinsælu vörurnar frá The Ordinary fást í Lyf og Heilsu, einnig er 25% afsláttur af öllum dömuilmum út sunnudaginn 25. feb í Lyf og heilsu Glerártorgi
Blóm
Ekki klisja heldur klassík. Fallegur blómvöndur gleður alltaf og þá sérstaklega ef uppáhalds blómategund viðkomandi er valin. Enn betra er ef lítið kort með fallegum orðum í hennar garð er látið fylgja með vendinum. Hægt er að fá fallega blómavendi í Nettó og tilvalið að grípa súkkulaði með.
Skart
Fallegur hringur eða eyrnalokkar eru afar vegleg konudagsgjöf sem hittir alltaf í mark. Lykilatriði er að vera með það á hreinu hvort viðkomandi sé meira fyrir gull eða silfur.
Mikið úrval fallegra gripa má finna hjá Halldóri Úrsmiði og KPG Módelsmíði á Glerártorgi
Neglur/Handsnyrting
Boð í neglur, handsnyrtingu eða fótsnyrtingu er afar hugulsamleg gjöf. Hér er tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi með því til dæmis að bjóða konunni og systur þinni. Flestum þykir skemmtilegast að fara með góðri vinkonu í dekur og þarna gætu mágkonurnar átt góða stund saman.
10% afsláttur er af allri þjónustu Kathrine Nail á Glerártorgi út febrúar
Eitthvað í búið
Ilmkerti, fallegur bolli eða notalegt teppi eru góðar gjafir ef konan sem þú hefur í huga elskar kósíheit. Slíkt kemur sér vel að hafa meðferðis inn í síðustu vikur vetrarins.
Ilmkerti og fleira fallegt fyrir heimilið fæst í CASA, Vogue fyrir heimilið og Kúnígúnd
Heimalagaður kvöldverður eða út að borða á Verksmiðjuna
Dustaðu rykið af svuntunni og eldaðu uppáhalds matinn hennar. Kertaljós, dýrindis máltíð og notalegt kvöld fyrir framan í sjónvarpið er einföld en árangursrík leið að hjarta margra. Ef ekki er um maka að ræða getur heimagerð sunnudagsmáltíð, elduð af ást og umhyggju, einnig hitt í mark hjá móður eða systur sem á yfir höfði sér langa vinnuviku. Eða farið á rómantískt stefnumót á Verksmiðjuna.
Hlýjar flíkur
Enn er töluvert langt í vorið og því er tilvalið að endurnýja slitnar vetrarflíkur. Húfur, vettlingar og ullarsokkar eru fallegar og hagnýtar gjafir fyrir komandi góumánuð.
Fallegi vetrarfatnaðurinn í Ullarkistunni ver hana gegn kuldanum fram á vor