Margmiðlunarsýningin „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ opnaði þann 15. janúar á Glerártorgi, í Hofi og á Amtbókasafninu. Hún er samstarfsverkefni kvikmyndagerðarmannsins og sýningarstjórans Ólafs Sveinssonar, Landverndar og SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi.
Sýningin stendur út febrúar.
„Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ er farandsýning sem fyrst var sett upp í Norræna húsinu og síðan í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og Sláturhúsinu, Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, á Egilsstöðum.