Ungir og efnilegir listamenn á leikskólanum Iðavöllum eru með sýningu á Glerártorgi á fjölbreyttum verkum sem unnin voru í tengslum við fuglaþema.
Leikskólinn Iðavöllur er með litríka sýningu af fjölbreyttum verkum barna á aldrinum 1-6 ára og hafa þau lagt mikla vinnu í verkefnið sem var fuglaþema. Börnin fengu tækifæri skoða einn fugl í hverri viku, hlusta á hljóð hans og úr varð ævintýraleg sýning sem allir ættu að hafa ánægju af að skoða.
Það er mikill fengur að fá þessi flottu verk inn á Glerártorg og hvetjum við alla að kíkja við og sjá afrakstur þessa flotta verkefnis.
Til hamingju með frábæra sýningu Iðavellir!