Fermingar tískan - Companys x Galleri Sautján

Nú styttist óðum í fermingarnar og fermingartískan er á allra vörum. Fermingardagurinn eru stór tímamót í lífi unglinga og mikið sem þarf að huga að. Í Companys Akureyri er að finna brot af úrvalinu af fermingarfatnaðinum frá Galleri 17 en restina er að finna á NTC.is. Á hverju ári förum við í skemmtilega myndatöku með nokkrum fermingar börnum. Í ár var það Arna Petra sem tók myndirnar á Sól Restaurant sem kom virkilega skemmtilega út.

Tískan í ár er góð blanda af klassík og nútímalegum straumum. Klassísku hvítu kjólarnir eru alltaf vinsælir og mikið er um falleg blúndu smáatriði sem gefa kjólunum tímalausa fágun. Sífellt fleiri stelpur eru þó farnar að velja sér litaða kjóla. Litríkir kjólar og sett úr þröngu mesh efni hafa notið aukinna vinsælda síðustu ár. Það hefur einnig verið að færast í aukana að stelpur kaupi kjóla sem eru ekki endilega keyptir inn með fermingar í huga en þar koma merki eins og Samsøe Samsøe, Neo Noir og Envi sterk inn.

Vel sniðin jakkaföt eru enn algengasti kosturinn fyrir stráka, en margir velja að para þau við strigaskó fyrir ferskt og unglegt útlit. “Smart-casual” stíllinn hefur einnig verið mjög vinsæll, þar sem hversdagslegar og afslappaðar buxur eru paraðar við fallega skyrtu og blazer eða jafnvel einhverja fallega peysu.

Hvítir strigaskór eru löngu orðin klassískur skóbúnaður hjá báðum kynjum en hælaskór eru líka vinsælir hjá stelpum og mokkasínur hafa verið að koma sterkar inn hjá strákunum.