Eins og undanfarin ár verður Dekurdagurinn, áður bleikur fimmtudagur á Glerártorgi 1. Okt frá 19 – 22.
Við unnum þennan dag í samráði við sóttvarnaryfirvöld á norðurlandi og allt er gert til að fyrirbyggja hópamyndanir í húsinu. Lifandi tónlist verður um allt hús í stað þess að hafa alla viðburði á einu sviði eins og tíðkast hefur. Spritt brúsar eru alltaf í sjónmáli og fólk er hvatt til að vera á ferðinni og njóta alls þess skemmtilega sem Glerártorg hefur uppá að bjóða.