Helgina 3. – 6. nóvember verður afmælishátíð á Glerártorgi.
Fjölmargir skemmtikraftar og listamenn verða með viðburði víðsvegar um húsið auk þess sem boðið verður uppá veitingar og kaupmenn verða með glæsileg tilboð í verslunum sínum.
Í nóvember 2020 varð Glerártorg 20 ára en vegna utanaðkomandi aðstæðna sem allir þekkja tókst ekki að halda uppá afmælið með gestum og viðskiptavinum eins og til stóð.
Því blæs Glerártorg til afmælishátíðar frá fimmtudegi til sunnudags og er öllum boðið.
Dagskránna má sjá hér:
Miðnæturopnun
Fimmtudagurinn 3. Nóvember opið til kl 24:00
13:00 Leikskólabörn hefja hátíðina með afmælissöng
- Leikskólabörn frá Iðavöllum og Hólmasól koma saman á Glerártorgi og munu opna afmælishátíðina með fallegum afmælissöng.
20:00 Páll Óskar skemmtir gestum og veitir eiginhandaáritanir og selfies
20:00 DJ.Lilja með bestu tónlistina
21:15 Laddi og Eiríkur Fjalar mæta á svið
22:00 Villi vandræðaskáld skáldar fram frábæra tóna í bland við gott grín
22:45 Marina og Krissi á þægilegu nótunum
Eitthvað fyrir alla á miðnæturopnun
Ölgerðin gefur drykki
Pizzan gefur góðgæti
Kaffihúsið býður uppá kaffi
Ísbúðin gefur ís
Vodafone verður með lukkuhjól Vodafone og Stöð2 á fimmtudagskvöldið milli kl. 18-22, og popp fyrir alla
Fullt af flottum vinningum í boði fyrir alla gesti
• Fjölskyldupakkinn
• Stöð2
• Stöð2 Sport
• Stöð2+
• Miði á Idol live
• Chromebook fartölva
• Gjafabréf frá ARENA
• Samsung vinningar
• Krakka kviss
• Dagpassar í Hlíðarfjall
• Ofl ofl.
Heitt á könnunni og almenn gleði alla þessa daga í verslun Vodafone
Laugardagurinn 5. nóv
12:30 Húlladúlla með húllafjör
- Húlladúllan tekur á móti þátttakendum með mögnuðu húllaatriði og kenni svo bæði grunnatriði húllahoppsins og trix fyrir lengra komna. Frábært fjör og holl hreyfing fyrir alls konar hópa á öllum aldursbilum. Húllahringir af ýmsum stærðum og gerðum á staðnum.
13:50 Halla, formaður bæjarráðs flytur erindi
14:00 Benedikt Búálfur og Dídí
- Engin önnur en Benedikt búálfur og Dídí mannabarn munu koma og skemmta á afmælishátíð Glerártorgs. Þau munu syngja, spjalla, fíflast og leika fyrir gesti og sjá til þess að halda uppi stuðinu!
13:00 DJ Jakob Möller kemur okkur í helgargírinn
14:00 Candy Floss fyrir alla
10-17 Föndurborð fyrir krakkana
13-16 Andlitsmálun
Eitthvað fyrir alla á afmælishátíð Glerártorgs
Nói Síríus býður uppá konfekt
Ölgerðin gefur drykki
Ísbúðin gefur íspinna
Pizzan með spennandi smakk
Kaffi Expresso býður uppá kaffi
Vodafone með popp fyrir alla
Heimilistæki og Tölvulistinn, heldur einnig uppa afmæli sitt á laugardeginum 60 og 30 ára afmæli eða samtals 90 árum og bjóða sérstaklega til afmælisveislu þar sem verða kræsingar í boði og heitt á könnunni og fjölmörg vegleg tilboð.
Sunnudagurinn 6. nóv
13:30 Húlladúllan með leyndardóma jafnvægislistanna
- Húlladúllan lýkur upp leyndardómum jafvægislistanna. Við munum halda jafnvægi á bæði töfrafjöðrum og kínverskum snúningsdiskum og allskonar óhefðbundnum áhöldum. Við munum líka láta reyna á okkar eigið jafnvægi á veltibrettum og leik að eigin jafnvægi með ýmsum þrautum.
14:00 Karlakór Akureyrar – Geysir syngur og fagnar 100 ára samfelldu karlakórastarfi á Akureyri um þessar mundir.
14:30 Karíus og Baktus
- Freyvangsleikhúsið frumsýnir Karíus og Baktus þann 26.nóvember og munu mæta eldhressir til okkar með atriði úr leikritinu.
14:00 Guðmundur Smári Harmonikkuleikari spilar fyrir gesti og gangandi
13-15 Candy Floss fyrir alla
13-17 Föndurborð fyrir krakkana
15:00 Dregið í gjafaleik Glerártorgs
Heitt á könnunni og almenn gleði alla þessa daga í verslun Vodafone