Augnablikið fest á filmu

Ljósmyndasjálfsalar, myndabox og myndabásar af ýmsum toga hafa átt auknum vinsældum að fagna. Á Gler…
Ljósmyndasjálfsalar, myndabox og myndabásar af ýmsum toga hafa átt auknum vinsældum að fagna. Á Glerártorgi geta gestir stillt sér upp og smellt af mynd á eigin síma á myndabásnum.

Það er varla lengur haldinn sá viðburður að ekki sé boðið upp á myndabás af einhverjum toga þar sem gestir geta fest gleðina á filmu. Glerártorg er ekki bara með sinn eigin myndabás heldur líka myndasjálfssala þar sem hægt að taka fjölbreyttar augnabliksmyndir sem prentast á pappír strax.

Myndasjálfssalar eru ekki nýir af nálinni þó þeir hafi vissulega átt auknum vinsældum að fagna undanfarin ár. Fyrsta hugmyndin af sjálfvirku ljósmyndatæki leit dagsins ljós árið 1889 en þá lagði franski uppfinningamaðurinn T.E. Enjalbert inn einkaleyfi á fullsjálfvirkum ljósmyndabúnaði. Þetta tæki fékk hins vegar ekki mikla athygli og það var ekki fyrr en árið 1925, þegar Anatol Jesepho kynnti „Photomaton“, fyrsta sjálfvirka myndasjálfsalann í New York, að boltinn fór að rúlla. Tækið varð fljótlega mjög vinsælt í New York og laðaði til sín fólk sem vildi taka sínar eigin tækifærismyndir. Myndasjálfsalar breiddust í kjölfarið út um Bandaríkin og síðan um allan heim enda heillaðist fólk af því að geta stillt sér upp í myndatöku og fengið myndirnar útprentaðar stuttu síðar.

 

Skemmtileg upplifun

Síðan fyrsti myndasjálfsalinn leit dagsins ljós hafa þeir þróast í takt við aukna og breytta tækni. Þannig bjóða flestir myndasjálfssalar í dag upp á ýmsa skemmtilega eiginleika á borð við sérhannaða bakgrunna og samstundis deilingu á samfélagsmiðlum. Það sem heillar fólk við þessi skemmtilegu tæki er að það er ekki bara gaman að stilla sér upp fyrir myndatöku heldur er augnablikið skrásett á pappír sem gerir heimsókn í myndasjálfssala að skemmtilegum afþreyingarkosti.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndasjálfsalinn á Glerártorgi lætur ekki mikið yfir sér en hann er staðsettur milli Lyf&Heilsu og Skyrbarsins, við stigann sem liggur upp á efri hæðina.