Um þessar mundir er söfnunarátak í gangi til að styðja við byggingu nýs Kvennaathvarfs á höfuðborgarsvæðinu. á vegum, "Á allra vörum." Sjálfboðaliðar verða á Glerártorgi laugardaginn 29. mars frá kl. 11:30 - 17:00 að selja varagloss frá GOSH. Allur ágóði af sölu mun renna óskipt í söfnun fyrir nýju húsnæði fyrir konur og börn í neyð.
Á allra vörum er kynningar- og fjáröflunarátak þar sem þjóðin sameinast um ákveðið málefni og lætur gott af sér leiða. Hugmyndafræðin gengur út á að velja eitt málefni sem þarfnast athygli og aðstoðar.