10 hlutir sem krakkar elska við Glerártorg

Glerártorg er sannarlega ekki bara fyrir fullorðna fólkið því yngsta kynslóðin hefur líka gaman af heimsókn í verslunarmiðstöðina. Hér höfum við tekið saman smá lista yfir hluti sem krakkar elska við Glerártorg.

 

  1. Leika á leiksvæðunum. Á Glerártorgi er að finna tvö leiksvæði fyrir krakka auk þess sem skemmtitæki eru staðsett víðar í verslunarmiðstöðinni. Aðalleiksvæðið er í norðurhluta Glerártorgs, við Ísbúðina, en þar er að finna nokkur leiktæki sem henta yngstu kynslóðinni vel. Þá býður Stöð 2 upp á kósý horn fyrir krakka við hliðina á leiksvæðinu. Þar er hægt er að grípa í spil, horfa á sjónvarpsefni eða bara slaka á.
  2. Ísa yfir sig. Bragðarefur, krap, ískúlur, sjeik eða hefðbundinn ís úr vél?

Ísbúð Akureyrar er alltaf vinsæl hjá krökkum og fæstir krakkar sem slá hendinni á móti ís þaðan enda úrvalið endalaust.

  1. Hoppa í parís. Þessi vinsæli leikur gengur út á það að hoppa á milli reita án þess að misstíga sig, sleppa reit eð lenda á línu. Þá má t.d flækja reglurnar fyrir lengra komna með því að láta þátttakendur hoppa aftur á bak. Parísinn á Glerártorgi er staðsettur á miðjuganginum, fyrir framan Lindex.
  2. Taka mynd í sjálfssalanum. Myndasjálfssali er staðsettur við tröppurnar sem liggur upp á aðra hæð Glerártorg þar sem Læknastofur Akureyrar og tannlæknarnir eru. Í sjálfsalanum er hægt að taka skemmtilegar passamyndir en á símaöld þegar myndir eru sjaldan prentaðar út þá getur heimsókn í myndasjálfsalann verðið töluverð upplifun.
  3. Fá verðlaun hjá tannlækninum. Það er frábært að heimsækja tannlæknana á annari hæð Glerártorgs. Krakkar sem þangað koma eru yfirleitt leystir út með tannburstum eða skemmtilegum verðlaunum, þ.e.a.s ef þeir standa sig vel í stólnum.
  4. Hoppa á trampolíninu. Í sumar geta krakkar komið og hoppað á trampólíni sem staðsett er fyrir utan Kid´s Cool shop á Glerártorgi. Trampólínið er opið alla laugardaga og sunnudaga milli kl. 14 og 16.
  5. Skoða dót og láta sig dreyma. Tiger, Kid´s Cool shop og Hobbý og sport eru verslanir sem eru afar vinsælar hjá krökkum. Þá heillar leikfangadeildin í Nettó einnig marga krakka sem og baðbomburnar í Body shop. Þá er líka alltaf vinsælt að kíkja í krakkadeildir Lindex og H&M. Það kostar ekkert að láta sig dreyma og svo er líka aldrei of snemmt að búa til óskalista fyrir sitt næsta afmæli.
  6. Ganga á svörtu flísunum. Krakkar eiga auðvelt með að gera leik úr flestu. Til dæmis er vinsælt hjá mörgum krökkum sem heimsækja Glerártorg að ganga eingöngu á svörtu flísunum á göngum verslunarmiðstöðvarinnar. Hvernig væri að prófa það næst þegar farið er á Glerártorg?
  7. Út að borða á Verksmiðjunni. Veitingastaðurinn Verksmiðjan býður upp á barnamatseðil með mörgum girnilegum réttum. Þar er t.d. krabbapylsur að finna, djúpsteiktan fisk, hamborgara og pasta með kjúklingi. Þá fá allir krakkar íspinna í eftirrétt í boði Verksmiðjunnar.
  8. Út að labba með dúkkuvagninn. Krökkum sem eiga dúkkukerrur eða dúkkuvagna finnst frábært taka uppáhalds dúkkuna sína eða tuskudýrið á Glerártorg og keyra það um gangana í dúkkuvagninum sínum. Gangarnir eru rennisléttir og snjólausir og því hægt að spóka sig þar um án vandkvæða allan ársins hring.

*Ath: þessi listi er ekki tæmandi.