Brúðargjafir þurfa að henta báðum aðilum hjónabandsins og vera áminning um dásamlegan dag. En hvað skal velja? Við leituðum ráða hjá Hildu Eichmann verslunarstjóra Casa og Rögnu Þorsteinsdóttur hjá markaðsdeild Heimilistækja og Kúnígúnd.
„Gjöfin þarf að eiga vel við báða aðila hjónabandsins og sé í rauninni eitthvað til að fegra og betrumbæta heimilið. Kannski eitthvað sem brúðhjónin myndu ekki endilega kaupa sér sjálf? Eða fara þá leið sem virkar líka vel að hlera eftir því sem þau eru að safna eða vilja eignast. Ef til vill eru þau búin að setja upp brúðargjafalista í sinni uppáhalds verslun?,“ segir Hilda.
„Tímalausu hlutirnir eru tilvaldir í brúðargjafir. Það eru óttalega margir hlutir sem eru í tísku í einhverja mánuði, kannski 1-2 ár, en sígíldu vörurnar lifa áfram, eru alltaf fallegar og eru prýði heimilisins um ókomin ár,“ segir Ragna.
Finnst ykkur skipta máli að brúðkaupsgjöfin sé áþreifanleg frekar en peningagjöf?
„Það er alltaf flott að gefa litla táknræna gjöf með peningagjöfinni. Þetta getur t.d. verið lukkutröll,“ segir Hilda en Casa selur skemmtileg og fjölbreytt lukkutröll. „Það er alltaf meira tilfinningalegt gildi sem fylgir áþreifanlegum gjöfum en pening. Þó að gjöfin hitti ekki í mark og það þarf kannski að skipta, þá eru þessir hlutir sjónræn áminning um dásamlegan dag og fólkið sem fagnaði með brúðhjónunum og vonandi færir smá gleði inn í hversdaginn,“ segir Ragna.
Lukkutröllin dönsku hafa lengi verið vinsæl. Lukkutröllin fást í öllum stærðum og gerðum í Casa.
Royal Copenhagen matarstell eru alltaf klassískar gjafir og rata á marga gjafavörulista hjá Kúnígund.
Hverju mælið þið með úr ykkar verslunum handa brúðhjónum sumarsins?
„Royal Copenhagen matarstell eru alltaf klassískar gjafir og rata á marga gjafavörulista hjá Kúnígund, enda tímalausar og passa vel inn á hver heimili. Oftar en ekki eru brúðhjónin búin að ákveða fyrirfram hvaða stelli þau ætla að safna og því auðvelt að vinna út frá því, en ef fólk er í einhverjum vafa þá er alltaf tilvalið að gefa bolla úr Alphabet línunni, með stöfum brúðhjónanna,“ segir Ragna Þorsteinsdóttir hjá markaðsdeild Heimilistækja. Annað sem hún nefnir er Ultima Thule vörulínan frá Iittala sem var hönnuð af Tapio Wirkkala árið 1968. „Fjöldamörg heimili hafa safnað bjór- og vatnsglösum úr þessari línu í áratugi. Þá er Ultima Thule skálin, sem er lág og breið, og tekur sig vel út innan um muni heimilisins ótrúlega vinsæl gjöf, þar sem hún hentar bæði stök og sem viðbót við safn heimilisins. Þá eru Le Creuset steypujárnspottarnir líka vinsælir, enda vörur sem eru þekktar fyrir að vera endingargóðar og standast hvers kyns tískustrauma. Appelsínugulu eða rauðu pottarnir eru líklega vinsælastir, en nóg er til af mismunandi litum og stærðum.“ Eins og Ragna nefnir Hilda líka Ultima Thule vörurnar frá Iittala þegar hún er beðin um vörumeðmæli úr sinni verslun. Efst á hennar lista eru þó danskir fuglar úr viði, falleg hönnun í háum gæðum. „Það er erfitt að finna eins krúttlega brúðargjöf og ástarfuglana frá Kay Bojesen. Svo eru Iittala og Specktrum líklega stærstu brúðargjafamerkin. Þar eru Willow blómavasarnir frá Specktrum á topplistanum ásamt Ultima Thule glasa- og skálalínunni frá Iittala“ segir Hilda.
Ultima Thule vörulínan frá Iittala sem var hönnuð af Tapio Wirkkala árið 1968 er ótrúlega vinsæl gjöf.
Le Creuset steypujárnspottarnir vinsælir, enda vörur sem eru þekktar fyrir að vera endingargóðar og standast hvers kyns tískustrauma.
Willow vasinn frá Specktrum einkennist af glæsilegu mynstri og einkennandi formi. Willow vasinn er til í þremur stærðum og þremur litum sem passa vel saman eða einir og sér. Hver vasi er einstakur – sem þýðir að það getur verið breytileiki í formi loftbólu, þyngd og mynstri. Það er hluti af handverkinu sem Specktrum eru stolt af.
Fjöldamörg heimili hafa safnað bjór- og vatnsglösum úr þessari línu í áratugi.