Espressobarinn & Skyr600 opnar á Glerártorgi
Nú geta kaffiþyrstir gestir Glerártorgs farið að taka gleði sína á ný því það standa yfir breytingar á bilinu við hlið Lyf og heilsu og stendur til að opna kaffihús og skyrbar í nóvember.
Stofnendur kaffihússins eru Guðmundur Ómarsson, Karen Halldórsdóttir, María Hólmgrímsdóttir og Pálmi Hrafn Tryggvason og hafa þau staðið í ströngu við hönnun og útfærslu á þessu nútímalega kaffihúsi þar sem gestum mun meðal annars standa til boða að skoða rafræna matseðla og gera pantanir og greiða í gegnum farsíma.
Staðurinn mun bjóða upp á kaffi frá Te og Kaffi og einnig verður Skyr barinn í samstarfi við Örnu og mun vinna með laktósafríar vörur. Nánar verður sagt frá opnun staðarins á næstu dögum.